PANTA FYRIRLESTUR

Spurt og svarað

Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur

Spurning:  Einkenni sveppasýkingar...?

Svar:  Sveppasýkingar geta komið í

framhaldi af veikindum.

Einkenni sveppasýkingar...

 

Síðustu daga hef ég verið með mikin kláða á skapabörmum og eymsli í leggöngum og einu sinni eftir sjálfsfróun blæddi lítillega. Ég hef fengið svona einkenni áður en það er næstum ár síðan, en þau fóru eftir rúma viku. Ég hef sterkan grun um að þetta gæti verið sveppasýking, en er ekki alveg viss. Ég er 16 ára gömul og hef bara sofið einu sinni hjá og það var fyrir einu og hálfu ári og þá notuðum við smokk...svo að ég held ekki að þetta sé smitsjúkdómur. Fer sveppasýkingin af sjálfu sér, eða þarf ég að leita til læknis? Ef ég þarf ekki að leita til læknis hvað get ég gert til að eyða sýkingunni? Ég vil helst sleppa við það að fara til læknis...

Komdu sæl mín kæra !

 

Sveppasýkingar geta komið í framhaldi af veikindum, ekki síst ef þú hefur þurft að taka inn sýklalyf. Sveppasýking er í raun röskun á flórunni í leggöngunum, sem veldur því að sveppirnir ná yfirhöndinni. Þú ættir að jafna þig á smá tíma. Þú getur reynt að sofa buxnalaus og passa að vera ekki í þröngum buxum, sem halda hitanum að kynfærunum, á meðan þetta er að ganga yfir. Sumum hefur reynst vel að nota AB mjólk á kynfærin, því í henni er asetophilus gerillinn, sem jafnar flóruna og einnig er gott að taka inn asetophilus og hefur Florafiber 1x3 á dag frá Herbalife reynst mörgum vel. Einnig er tilvalið að bera Warming Critical Care á ytri kynfærin til að draga úr einkennum.

 

Gangi þér vel,

Kveðja, Halldóra

 

Spurning: Af hverju verður húðin rauð þar

sem sæðið hefur verið?

Svar:  Sýrustig sæðis.

Ég er með smá spurningu en þannig er að ef sæði kærastans míns fer á húðina mína, þá verður húðin alveg rauð bara þar sem sæðið var. Ég finn ekkert fyrir því, en mér finnst þetta svo skrýtið. Þetta hefur ekki komið fyrir mig með fyrrverandi kærustum. Veistu af hverju þetta er? Kynlífið er gott, en stundum verð ég rauð, aum og þrútin á börmunum, einstaka sinnum hafa þeir bólgnað svo mikið að mér stóð ekki á sama. Getur þetta tengst?

 

Kærar þakkir

 

Komdu sæl mín kæra !

 

Þetta er hlutur, sem ég hef heyrt um áður. Ég held að þetta standi kannski í einhverju sambandi við sýrustig sæðisins (ph-gildi). Ég man eftir konu, sem var lengi búin að reyna að verða ófrísk og ekkert gekk og þá kom út úr rannsókninni, að hún hafnaði sæðinu, þannig að sæðisfrumurnar urðu líflausar um leið og þær komust í samband við hennar vessa. Þessi kona eignaðist síðan vandræðalaust börn með öðrum manni og maðurinn hennar fyrrverandi átti börn með tveimur öðrum konum, eftir að þau skildu. Nú er ég ekki að segja að þetta eigi við um ykkur, en það eru til dæmi þess, að líkamsvessar einstaklinga passi ekki saman. Það er eitt, sem þú getur líka fylgst með og það er, hvort maturinn sem hann er að borða, skipti einhverju máli. Stundum er eins og sumar fæðutegundir hafi meiri áhrif á sýrustig vessanna en aðrar. Þetta er nú meira húsráð, en vísindaleg pæling að baki.Critical Warming kremið, sem selt er hér á síðunni, er eitthvað sem þú gætir borið á ytri kynfærin, til að draga úr einkennum. Það inniheldur 85% fitu og gefur mjúka þægindatilfinningu, ef eymsli, sviði og þroti gera vart við sig.

 

Gangi þér vel,

Kveðja, Halldóra

 

 

Spurning:  Skrítin útferð í vikunni fyrir

blæðingar?

Svar: Getur tengst getnaðarvörn

Málið er þannig að ég fæ alltaf "skrýtna" útferð í vikunni fyrir blæðingar. Þetta er svona þykkt og ljósgult/hvítt slím og að mér finnst í frekar miklu magni (nóg til að ég þarf að skipta um brók 2-3 á dag) og stundum klæjar mig undan því. Ég get ekki verið með innlegg í brókinni því mig klæjar undan því og þetta er e-n veginn ekki nógu mikið fyrir aðrar ráðstafanir en samt... Er þetta e-ð sem ég þarf að hafa áhyggjur af? Veistu hvað þetta gæti verið?

 

Með fyrirfram þökk fyrir (örugglega frábært) svar.

 

 

Komdu sæl mín kæra !

 

Nú veit ég ekki hvort þú ert að nota getnaðarvörn,  eða ekki og ef svo er, þá veit ég ekki hvaða getnaðarvörn þú notar. Ég verð því að skjóta á það, sem mér finnst líklegast og ef þú telur ekki að það passi, getur þú skrifað mér aftur. Mér dettur helst í hug og geng ég þá út frá því að þú sért annaðhvort ekki með getnaðarvörn, eða þá að þú sért með vörn, sem gefur þér egglos (lykkjuna ), að þú sért á egglosi á þessum tíma, sem gefur þessi einkenni, sérstaklega þar sem þessi einkenni koma í hverjum mánuði. Tveimur til þremur dögum fyrir egglos verður slímið frá leghálsinum glært og sleipt. Konur geta þá orðið “ blautar”. Við egglosið mýkist líka leghálsinn og situr hærra í leggöngunum, þó ekki geti allar konur merkt þær breytingar, jafnvel þó þær þekki og hlusti vel á líkama sinn. Ef þér finnst þessi skýring engan veginn eiga við, skrifaðu mér þá aftur.

 

Gangi þér vel.

Kveðja, Halldóra

 

 

Spurning:  Fullnæging?

Svar:  Stundaðu sjálfsfróun

Ég hef aldrei fengið fullnægingu í kynlífi. Hvað á ég að gera til að stunda fullnægjumiðað kynlíf?

 

 

Komdu sæl mín kæra !

 

Það sem konur þurfa að gera, er að kynnast líkama sínum og það gerirðu best með því að stunda sjálfsfróun. Með sjálfsfróun nærð þú þeirri tækni, sem þú þarft til þess að ná fullnægingu í samförum. Það er í raun ekki hægt að kenna konum þetta, því það er svo einstaklingsbundið hvernig hver og ein nær fullnægingu. Þú þarft þó að erta snípinn nægjanlega lengi, til að upplifa þetta hámark, sem allir eru að reyna við, sem eru að stunda kynlíf. Æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru. Mörgum konum hefur reynst vel að nota egg eða titrara til þess að ná þessu hámarki.

 

Gangi þér vel.

Kveðja, Halldóra.

 

 

Sendu mér spurningu

Er eitthvað sem þú vilt spyrja mig að?

Sendu mér línu og ég svara þér innan skamms.

 

Vinsamlega smelltu á "leyfa birtingu spurningar minnar á vefnum" ef þú

vilt að svarið nýtist fleirum sem eiga við svipað vandamál að etja.

 

Ég heiti fullum trúnaði og nafnleynd.

 

Halldóra Bjarnadóttir.

Fyllist út

Fyllist út

Er að senda fyrirspurn....

Reyndu aftur....upp kom villa...

Fyrirspurn móttekin....

Fyllist út

Required

Tindar ehf. kt. 550502-7120 vsk nr. 77444

© 2017 HALLDÓRA BJARNADÓTTIR - ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.