Sýkingar í leggöngum

Undanfarið hefur mikið verið spurt um sýkingar í leggöngum, orsakir þeirra og meðferð. Oft er verið að tala um mismunandi hluti undir sama heiti, eins og um einn einstakan orsakavald sé að ræða. Það eru í raun nokkrar tegundir sem falla undir þann flokk, að vera sýkingar í leggöngum, svo sem klamedya, sveppasýkingar og svo annars konar bakteríusýkingar eins og t.d. tríkmónassýking.

Einkenni sýkinga í leggöngum eru mismunandi, eftir því hver sýkillinn er. Ef útferð frá leggöngum er meiri, lyktar eða lítur öðru vísi út og viðkomandi kona hefur kláða, sviða og/eða verki, er ástæða til að leita læknis.

Ef einkenni eru ómeðhöndluð, getur viðkomandi smitað aðra. Óþægileg einkenni geta horfið og tekið sig síðan upp aftur. Lyfjameðferð er mismunandi, eftir því hver sýkingin er. Engin kynmök má stunda, fyrr en að meðferð lokinni.