Sjálfstyrking kvenna

Í bókinni Konan, kynreynsla kvenna eftir Sheilu Kitzinger, sem gefin var út af bókaforlaginu Iðunni 1983 í þýðungu Álfheiðar Kjartansdóttur, Guðsteins Þengilssonar  læknis og Áskels Kárasonar sálfræðings, er mjög góður kafli um það, hvernig öðlast má sjálfstraust í kynlífinu. Það er þessi bók, sem við María vorum að vitna í í Femin þættinum 29. janúar 2002.

Ég ætla að birta hér beint úr bókinni stigann sem við vorum að tala um, um sjálfsstyrk kvenna í kynlífi og er hann birtur eins og í bókinni eins og stigi.

Konur geta haft þennan stiga til viðmiðunar  um sinn eigin sjálfsstyrk, þá á ég við hversu opnar þær eru í umræðu um langanir sínar og tjáningu á þeim, hvar þær eru staddar og hvert gæti þá verið þeirra næsta skref, ef þær eru ekki komnar alla leið nú þegar.