Skurðaðgerð
Þegar krabbameinið veldur þvagtregðu, er gerð nákvæmlega eins aðgerð og við góðkynja stækkun kirtilsins, það er að segja kirtilinn er heflaður út gegnum þvagrásina (TURP). Þegar krabbamein í blöðruhálskirtli finnst snemma og er staðbundið er hægt að fjarlægja allan kirtilinn og þar með krabbameinið og lækna þannig sjúklinginn.
Einnig er hægt að geisla kirtilinn utanfrá og drepa þannig krabbameinsfrumurnar. Í mörgum tilfellum er sjúklingi gefið lyf, sem bælir framleiðslu karlkynshormónsins og dregur það úr frekari vexti krabbameinsins, þannig að útbreiðsluhættan minnkar. Hverjar eru batahorfur krabbameins í blöðruhálskirtli?Krabbamein í blöðruhálskirtli er töluvert ólíkt öðrum formum krabbameins.

Í sumum tilvikum læknast það algjörlega og oft er hægt að halda því niðri árum saman, jafnvel þó það hafi upphaflega náð að breiðast út. Láttu lækni skoða þig ef þvaglát veldur þér óþægindum. Læknirinn getur skoðað kitilinn, tekið blóð- og þvagprufur og ákvarðað hvort rétt sé að bíða og sjá til, meðhöndla með lyfjum eða jafnvel huga að aðgerð.
Hann getur líka greint, hvort krabbamein sé á ferðinni. Ef þú hefur eftirhreytur (dropar leka eftir að búið er að pissa), getur hjálpað að nudda þvagrásina efst og aftan til á limnum alveg upp við spöngina; við það tæmist þvagrásin í mörgum tilvikum. Einnig hefur mönnum reynst vel að sitja þegar þeir pissa og náð þannig betri tæmingu. Forðastu kaffi, te og áfengi á kvöldin. Best er að drekka lítinn vökva á kvöldin, en drekka frekar að deginum. Upplýsingar eru úr bæklingi frá Pharmaco hf. “Ertu karlmaður – áttu í vandræðum með þvaglát ? Ýmislegt er til ráða”Bo Jesper Hansen, ph.d. læknir og Dr. Med. Peter Metz, þvagfæraskurðlæknir.