PANTA FYRIRLESTUR

Kynlíf í krísu

Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur

Að ræða saman um kynlíf

GÓÐ RÁÐ:

 

Notaðu nýja kremið sem gefur raka og hefur mýkjandi áhrif

 • Góð samskipti

  Meginforsenda góðs kynlífs er, að geta yfirleitt rætt saman um langanir sínar og þrár. Skoðanaskipti eru samböndum lífsnauðsynleg. Gott kynlíf krefst hreinskilni og einlægni. Náið samlífi leiðir ekki einungis kosti okkar í ljós, heldur koma gallarnir líka fram. Því er nauðsynlegt að geta tjáð sig á skiljanlegan hátt gagnvart maka sínum.

   

  Mörgum finnst umræða um kynlíf á persónulegum nótum óþægileg, þó þeir geti rætt almennt um kynlíf. Þessi óþægindi eru ekki síst vegna þess, að flestum finnst kynlíf einkamál hvers og eins. Margt folk, sem býr í ástríku sambandi, á erfitt með að ræða þarfir sínar, langanir og ekki hvað síst kvíða við maka sinn.

  Hjón/pör, sem ná að brúa þetta bil í samskiptum sínum, finna yfirleitt hvernig tilfinningahliðin og ekki síður sú kynferðislega taka stakkaskiptum til hins betra í framhaldi af slíkri opnun. Það er jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara, að tala saman í rúminu og að tala saman við morgunverðarborðið.

   

   

 • Að hafa kynmök eða elskast

  Það er ekki erfitt að hafa kynmök við einhvern aðila, ef markmiðið er einfaldlega að eðla sig. Slíkt er yfirleitt ekki fullnægjandi. Það, að elskast, er sennilega fullkomnasta form á samskiptum tveggja manneskja. Það snýst um persónuna alla , en ekki bara um kynfærin líkt og við eðlun, því þá er óskum og þörfum mótaðilans sýnd lítil athygli og snýst athöfnin fyrst og fremst um það, að fá útrás fyrir kynferðislega spennu.

 • Tími til að tala

  Algeng kvörtun þeirra sem leita til hjónabandsráðgjafa eða kynlífsfræðinga er, að þau tali aldrei saman og eyði jafnvel sáralitlum tíma hvort með öðru.

  Þegar rætt er um kynferðismál, er ágæt regal, að sýna töluverðan aga og setja sér ákveðinn tíma, til þess að ræða saman. Umræðan verður gjarnan útundan í daglegu amstri, vegna þess hversu erfið hún getur verið.

  Góð regla er, að ræða saman, þegar báðir aðilar eru úthvíldir, því þá er minni hætta á pirringi og að samtalið endi í rifrildi. Ágætt er líka að fara á hlutlaust svæði, t.d. út að ganga, eða út að borða.

  Gott er einnig að hafa í huga, þegar ræða á kynlífsvandamál, að makinn er sennilega besti vinur þinn  og ber að forðast að skaða þá vináttu. Þess vegna er oft skynsamlegt að láta eitthvað liggja milli hluta . Sýndu ástúð í því sem þú opinberar og skilning á því hversu mikið maki þinn getur ráðið við. Með því að koma fram við makann á ástríkan hátt, verða allar umræður um kynlíf opnari, auðveldari og um leið tíðari. Svefnherbergið ætti fólk að eiga að griðastað og er það sísti staðurinn, til að útkljá deilumál á.

   

  Tjáskipti elskenda eru ekki síst líkamleg og er nudd góð leið til að nálgast hvort annað, því nærfærnin og væntumþykjan, sem hægt er að tjá með nuddi er oftast góður grunnur til að byggja öll önnur kynferðisleg samskipti á .

   

  Flest hjón/pör þarfnast síðan endurnýjunar hveitibraðsdaganna af og til. Um slíkt gildir aðeins ein regla. Verjið tímanum eingöngu fyrir hvort annað og látið ekki hversdagslegar venjur taka völdin, hvort sem þið eruð heima eða heiman. Slíkan tíma er gott að skipuleggja fyrirfram, þá hafa báðir aðilar eitthvað til að hlakka til, sérstaklega ef þið komist upp á lag með að koma hvort öðru skemmtilega á óvart.

Áfengi og kynlíf

GÓÐ RÁÐ:

 

WCC kremið er frábært þegar þú notar bindi á blæðingum

Ráð við minni löngun

GÓÐ RÁÐ:

 

Gefur vellíðan og mýkt eftir mikla hreyfingu

 • Hvað er til ráða

  Í grein minni í síðustu viku fjallaði ég um minnkaða kynlöngun kvenna og vitnaði þar í viðtal við tvær systur sem reka ráðgjafafyrirtæki í Los Angeles. Önnur þessar systra  er menntaður kvensjúkdómalæknir og hin er sálfræðingur með sérmenntun í kynfræðum. Þessar systur voru aftur gestir Ophru viku seinna og ræddu þá möguleg ráð, sem konur geta nýtt sér, hafi þær þetta vandamál, að kynlöngunin hefur breyst í áranna rás og jafnvel í sumum tilfellum nánast horfið.

 • Óraunhæfar kröfur

  Það er óraunhæft fyrir konur jafnt sem karla að ganga stöðugt út frá því, að löngun til kynmaka sé eins og óbreytt. Þegar við eldumst og  þroskumst  breytast viðhorf okkar og væntingar,  bæði til lífsins, umhverfisins og annarra sem við umgöngumst og þá ekki síst til makans. Það er ekki hægt að ætlast til þess að okkur líði stöðugt eins og við séum barnlausar, úthvíldar í siglingu um Karabískahafið baðaðar rósum og kampavíni í hvert skipti sem við stundum kynlíf, þó óneitanlega væri það freistandi a.m.k. af og til . Í þess stað mætti líklega líkja lífi margra kvenna við ferðalag í  tilfinningalegum rússíbana, þar sem togast á ýmiss hlutverk nútímakonunnar, sem hvergi slær af kröfum til sín og annarra og heimilishald okkar að jafnaði metið út frá formæðrum okkar, sem voru mestan part sinnar starfsævi með heimilið sem sinn aðal vinnustað.

 • Löngunin breytist með árunum

  Það kom fram í þessum þætti, að ástin breytist með árunum og löngunin líka eins og kröfur okkar breytast með aukinni víðsýni og þroska og því ekkert óeðlilegt, að löngunin hjá 35 ára konu sé ekki eins og hún var þegar viðkomandi kona var 24 ára. 35 ára  er hún væntanlega búin að vera í hjónabandi í 10 ár, komin með 1-3 börn,  komin í krefjandi starf utan heimilis og forgangsröðunin  væntanlega orðin : Börnin,vinnan,eiginmaðurinn, heimilið og svo kannski hún sjálf. Þá er ekki skrítið að kynlöngunina vanti og konan gerir þá oft óraunhæfar væntingar til sín sem kynveru og talaði kynfræðingurinn um að framtíðarsýn kynlífsins á næstu öld væri svefn og besti forleikur, sem eiginmenn örþreyttra kvenna gætu gefið, væri að létta á henni störfum heima. Hafa ofanaf fyrir börnunum og hvetja hana til að fara í leikfimi eða hvað eina, sem hana langaði til, þannig að hún  fengi tilfinningu fyrir því, að eiga sitt eigið líf, en vera ekki söðugt að lifa lífi sem móðir, eiginkona, starfskraftur eða  húsmóðir.

   

  Það eru margar konur sem tala um breytingu á löngun sinni eftir barneignir og þá ekki síst eftir að þær eiga barn númer tvö. Það sem áðurnefndar systur gera, þegar til þeirra leita konur með svona vandamál, er að mæla hormónaþéttni í blóði og þá ekki síst magn testosteróns, því það er það hormón sem skiptir máli fyrir löngun kvenna til kynlífs. Í mörgum tilfellum er það ójafnvægi í hormónaframleiðslu sem veldur þessari skertu löngun og nefndu þær nokkur dæmi um krem og lyfjagjafir sem hafa reynst gagnlegar konum í USA. Ég veit ekki hvort allar þær meðferðir eru fáanlegar hér á landi, en ætla samt að segja frá þeim, þannig að konur viti um hvað þær geta beðið, næst þegar þær heimsækja kvensjúkdómalækninn sinn með vandamál tengd minnkaðri kynlöngun.

 • Meðferð

  Til eru töflur sem heita Vagifem (framleiddar af Pharmacia & Upjohn) sem settar eru upp í leggöngin tvisvar í viku. Þessar töflur innihalda östrogen og virka staðbundið í leggöngum með því að auka blóðflæðið og í framhaldi af auknu blóðflæði eykst rakinn í leggöngunum og hafa þessar töflur líka hjálpað konum, sem þjást af sársauka við samfarir tengt þurrki í leggöngum.

 • Testosterónplástur

  Ýmsar tegundir eru líka í boði til testosteronmeðferðar og eru sumar komnar á markað og aðrar væntanlegar fljótlega, eins og testosteronplásturinn sem kemur fljótlega á markað og mun nýtast konum með minnkaða kynlöngun vel og töluðu þær systur um að hægt væri að hafa  testosteronplástur öðru megin og nikótínplástur hinumegin. Þessir plástrar eru hannaðir með konur á frjósemisskeiði í huga, sem enn hafa nægjanlega framleiðslu östogens, en vantar uppá testosteronmagnið.

 • Testosterón krem/gel

  Testosteronkrem/gel er líka komið á markað í USA þó ekki séu allar tegundirnar með FDA samþykki (samþykktar af matvæla og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna).Þessi krem eða gel eru í 1%, 2% og 3% lausn, allt eftir því hversu lág gildi testosterons eru í blóðinu og eru þau borin á snípinn og innri barma kynfæra konunnar og virka á 7-10 dögum. Þessi testosteron lyf eru líka fánleg í pillu og nefsprayformi. Aukaverkanir testosteronmeðferðar eru stækkaður snípur, þyngdaraukning, raddbreytingar og bólótt húð og verður þessi, sem aðrar meðferðir sem ég minnist á hér, að fara fram undir ströngu eftirliti læknis með blóðprufum og tilheyrandi. Séu konur að nota stera (anaboliska) hefur það áhrif á niðurstöður blóðgilda og þarf viðkomandi læknir að vita hvað konur eru að taka inn.

 • Viagra

  Viagra hefur líka verið reynt á konum. Það bætir bara blóðflæðið til kynfæranna, en gerir ekkert til að auka löngun kvenna. Bætt blóðflæði til kynfæranna gefur konum aukinn raka, örvun, næmi og sterkari fullnægingu, en eftir sem áður þurfa þær forleik og örvun á löngun, líkt og áður en inntaka Viagra hófst.

   

  Þar sem konur koma ekki í heiminn með nákvæmum leiðbeiningabæklingi um hvað á að snerta, strjúka og örva , sem makinn getur lesið sig til um, þurfum við að taka ábyrgð á okkar eigin kynlífi og stjórna því, ekki síður en eigin hamingju og segja hvað okkur finnst gott og hvað ekki. Fordómar kvenna gagnvart hjálpartækjum eins og titrurum, um að þetta sé óeðlilegt og gerfi, eru oft tilkomnir vegna þeirrar kynningar sem þessi hjálpartæki hafa oft á tíðum  fengið í fjölmiðlum, með tilheyrandi flissi og neðanbeltishúmor. Staðreyndin er hinsvegar sú, að titrarar eru tæki sem hjálpa konum að kynnast líkama sínum og viðbrögðum hans við örvun og fullnægingu og er ekkert meira gerfi við notkun þeirra en við notkun lyfja, eins og hormóna og getnaðarvarna. Þetta er einfaldlega yngra fyrirbæri og á því eftir að festast í sessi sem jafn sjálfsagt hjálpartæki og hækjur og stafir.

Tindar ehf. kt. 550502-7120 vsk nr. 77444

© 2017 HALLDÓRA BJARNADÓTTIR - ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.